Vottunarmerki
Merki og vottorð
Samkvæmt samræmismatsstaðlinum ISO 17021-1, eiga vottunarstofur að gefa út stöðluð vottorð til staðfestingar á að viðkomandi skipulagsheild hafi staðist úttekt á tilteknu stjórnunarkerfi. Öll vottorð sem Versa vottun gefur út bera sérstakt vottunarmerki til auðkenningar á því stjórnunarkerfi/stjórnunarkerfum sem vottunarskírteinið nær til. Vottunarmerkið inniheldur vottunarmyndmerki Versa vottunar og heiti á viðkomandi stjórnunarkerfi.
Grunnvottunarmerki Versa vottunar
Grunnvottunarmerkið er skrásett hjá Hugverkastofu, en það er samansett af vottunarmyndmerki Versa vottunar og tilvísun fyrir neðan í viðeigandi vottunarviðmið (vottunarstaðal, lög eða önnur viðmið) ofan á brúnum bakgrunni sem hefur hvítan og gráan ramma (merkið sem er efst til vinstri af merkjunum hér til hliðar).
-
Einnig má setja vottunarmyndmerkið á hvítan eða svartan bakgrunni (hvíti bakgrunnurinn hefur þá svartan og gráan ramma).
-
Vottunarmyndmerkið (hringlaga) skal sett fram með skugga eins og sjá má á vottunarmerkjunum hér til hliðar.
Vottunarmerki tengd við Heimsmarkmið SÞ
Til að draga fram hvernig innleiðing, starfræksla og stöðugar umbætur stjórnunarkerfa getur stuðlað að aukinni sjálfbærni, ásamt því að styðja við framgang Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna, má einnig setja vottunarmerkin fram á bakgrunni sem er í samræmi við liti Heimsmarkmiðanna (sjá upplýsingar um liti í kafla 4.3). Ef það er gert þá þarf að gera grein fyrir því hvernig stjórnunarkerfið styður við viðkomandi Heimsmarkmið.
Ef merki (e. Icon) samsvarandi Heimsmarkmiðs er notað samhliða vottunarmerkinu skal það sett fram í samræmi við reglur Sameinuðu þjóðanna um notkun/framsetningu Heimsmarkmiðanna.
Notkun vottunarmerkis
Vottunarmerkin skal einungis nota eins og þau eru sett fram í þessu skjali og skulu þau ávallt vera í viðeigandi hlutföllum, stærð og litum.
Vottaður viðskiptavinur má nota viðeigandi vottunarmerki, í samræmi við reglur um vottun (IRC-001), og skal hann tryggja að:
-
Á útgefnu efni sé eftirprentun vottunarmerkis nákvæm, í réttum hlutföllum (sjá kafla 4) og læsileg.
-
Á A4 blaðsíðu skal stærð vottunarmerkis ekki vera minni 20mm og ekki stærri en 30mm.
-
Við rafræn samskipti og á vefsíðu sé notuð upprunalega útgáfa af vottunarmerkinu sem fá má hjá Versa vottun.
Hlutföll
-
Hlutföll mynd- og vottunarmerkja eru 1:1
-
Önnur hlutföll í vottunarmerkinu eru:
-
Neðsti ferningurinn, grár á öllum vottunarmerkjum: 1000 x 1000 px
-
Næsti ferningur, hvítur (einungis svartur á merkinu með hvítum bakgrunni): 950 x 950 px
-
Efsti ferningurinn, bakgrunnur vottunarmerkis: 920 x 920 px
-
Myndmerki ofan á bakgrunni: 700 x 700 px
Leturgerð
-
Leturgerðin FjallaOne er notuð í nafni Versa vottunar í vottunarmyndmerki.
-
Leturgerðin DIN Condensed er notuð fyrir tilvísanir í vottunarviðmið (s.s. ISO 9001) sem eru undir myndmerki á vottunarmerkinu. Eingöngu má nota þessar leturgerðir á þann hátt sem hér er lýst á vottunarmerkjum Versa vottunar.
Litir
-
Vottunarmerki Versa vottunar skulu sett fram á brúnum, hvítum eða svörtum bakgrunni eða á einum af 17 litum Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þegar litir Heimsmarkmiðanna eru notaðir á bakgrunninn er einungis leyfilegt að nota þá liti sem eru settir fram undir lið fjögur hér að neðan.
-
Litir Heimsmarkmiðanna eru merktir með númerunum 1-17 í samræmi við númeraröð Heimsmarkmiðanna (litirnir og númerin eru í samræmi við leiðbeiningar SÞ). Ef þeir litir eru notaðir þarf að tryggja að nákvæmlega sami litur sé notaður og settur er fram í fjórða lið þessa kafla. Frekari leiðbeiningar um notkun Heimsmarkmiðanna má finna undir slóð sem vísað er til í fót á bls. 2.
-
Þegar litirnir sem kallast á við Heimsmarkmiðin eru notaðir sem bakgrunnur á vottunarmerki Versa vottunar þarf Versa vottun að staðfesta að tilvísun í viðkomandi Heimsmarkmið sé viðeigandi.
-
Til hægri er yfirlitstafla yfir litanúmer þeirra lita sem má nota við framsetningu vottunarmerkja Versa vottunar.